Fréttir

Innritun fyrir vorönn 2020

Innritun mun standa yfir frá 1.-30. nóvember 2019 fyrir vorönn 2020. Nemendur sækja um á www.menntagatt.is. Nánari upplýsingar hjá áfangstjórum, námsráðgjöfum og námsstjóra skólans.

Gjöf frá Járni og gleri, grillveisla annars bekkjar nemenda í Hótel og matvælaskólanum

Í sumar gaf Járn og gler, sem er umboðsaðili Weber grillanna á Íslandi, skólanum þrjú grill til að nota í verklegum æfingum í öðrum bekk þar sem unnið er með grilleldun. Fulltrúi fyrirtækisins var viðstaddur verklega æfingu þar sem boðið var í dýrindis hádegisverð.

Sóun - hvað getum við gert

Umhverfisdagar Menntaskólans í Kópavogi voru settir formlega þann 16. september og stóðu yfir í tæpa viku. Þetta er tíunda árið sem slíkt uppbrot er gert á hefðbundinni kennslu með fræðslu og heimildaþáttum. Í ár ákvað umhverfisnefnd MK þemað „Sóun – hvað getum við gert?“ Nemendur horfðu á fræðslumyndir og fyrirlesarar komu og fræddu okkur um þá sóun sem nú á sér stað. Mikil áhersla var á sóun á mat og fatnaði og áhrif þess á loftlagsmál.

Stöðupróf í rússnesku

Stöðupróf í rússnesku verður haldið í Menntaskólanum í Kópavogi fimmtudaginn 17. október kl. 14:00. Skráning fer fram á netfangið mk@mk.is í síðasta lagi þriðjudaginn 15. október.

Stöðupróf í pólsku

Stöðupróf í pólsku verður haldið í Kvennaskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 9. október 2019 klukkan 17:15.

Fagnámskeið I og II eldhús og mötuneyti

metið inn í matsveinanám

Umhverfisvika

Umhverfisdagar verða haldnir í MK mánudaginn 16. september til fimmtudagsins 19. september. Þetta er í tíunda skipti sem umhverfisdagar eru haldnir í MK.

Skólinn lokar 14:30

Í dag föstudaginn 13. september lokar skólinn kl. 14:30 vegna starfsmannafundar.

Vinsamlegast athugið! MK hnetulaus skóli (Þetta á ekki við um Hótel- og matvælaskólann)

Ráðstefna Evrópska Ungmennaþingsins á Íslandi

Ef þú hefur áhuga á alþjóðlegum málefnum, sjálfbærni eða að eignast vini um allan heim, þá er þessi ráðstefna fyrir þig!