- Persónuskilríki með mynd skulu liggja á borðshorni í prófinu. Skilríki í síma eru leyfileg en nemandi þarf að sýna þau áður en nemandi byrjar á prófi.
- Nemendur skulu mæta stundvíslega til prófs.
- Þó nemandi komi of seint til prófs verður hann að fara þegar próftíma lýkur.
- Komi nemandi meira en 30 mínútum of seint til prófs fær hann ekki að taka prófið.
- Nemandi verður að sitja eina klukkustund í prófi.
- Þeir sem eru í tveimur prófum á sama tíma mega alls ekki fara út úr prófstofu án fylgdar kennara.
- Veikindi þarf að tilkynna á skrifstofu skólans ÁÐUR en próf hefst.
- Óski nemendur eftir að fá að taka sjúkrapróf skulu þeir greiða uppsett gjald fyrir próftöku.
- Svindl í prófi getur varðað brottrekstri úr skóla.
- Á borðum nemenda skal einungis vera skriffæri, strokleður og það sem tilgreint er á forsíðu að sé leyfilegt í prófi.
- Óheimilt er að vera með síma eða snjallúr við nemendaborð í prófum. Nemendur sem mæta með síma eða snjallúr geyma þau á merktum borðum í prófstofu og gera slíkt á eigin ábyrgð.
- Óheimilt er að vera með yfirhafnir, töskur og pennaveski við nemendaborð í prófum. Nemendur sem mæta með þessa hluti geyma þá á merktum borðum í prófstofu og gera slíkt á eigin ábyrgð.
- Prófin taka eina og hálfa klukkustund en nemendur hafa heimild til þess að sitja aukalega 30 mínútur í hverju prófi.
Síðast uppfært 28. nóvember 2024