- Persónuskilríki með mynd skulu liggja á borðshorni í prófinu.
- Nemendur skulu mæta stundvíslega til prófs.
- Þó nemandi komi of seint til prófs verður hann að fara þegar próftíma lýkur.
- Komi nemandi meira en 30 mínútum of seint til prófs færi hann ekki að taka prófið.
- Nemandi verður að sitja eina klukkustund í prófi.
- Þeir sem eru í tveimur prófum á sama tíma mega alls ekki fara út úr prófstofu án fylgdar kennara.
- Veikindi þarf að tilkynna á skrifstofu skólans ÁÐUR en próf hefst.
- Óski nemendur eftir að fá að taka sjúkrapróf skulu þeir greiða uppsett gjald fyrir próftöku.
- Svindl í prófi getur varðað brottrekstri úr skóla.
- Slökkt skal á snjalltækjum (farsímum, snjallúrum o.s.frv.) í prófi og þá má ALLS EKKI taka upp eða skoða á meðan nemandi er inni í prófstofunni.
- Geyma skal yfirhafnir fremst í prófstofu.
- Prófin taka eina og hálfa klukkustund en nemendur hafa heimild til þess að sitja aukalega 30 mínútur í hverju prófi.
Síðast uppfært 22. mars 2024