Innritun

MK er framsækinn menntaskóli í hjarta Kópavogs. Þar stundar fjöldi nemenda nám á bóknáms- og verknámsbrautum matvælagreina.

Boðið er upp á bóklegt nám til stúdentsprófs á félags- og hugvísindabraut, opinni braut, raungreinabraut og viðskipta- og hagfræðabraut. Fyrir nemendur sem þurfa að styrkja faglegan grunn fyrir frekara nám er boðið upp á framhaldsskólabrú. Þá er einnig boðið upp á starfsbraut fyrir nemendur á einhverfurófi.

Afrekssvið Menntaskólans í Kópavogi býður upp á kröfuhart nám með sveigjanleika fyrir metnaðarfullt íþróttafólk. Afrekssviðið er unnið í nánu samstarfi við Breiðablik, Gerplu, Handknattleiksfélagi Kópavogs og Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Afreksviðið er opið íþróttafólki úr öllum íþróttafélögum og er sniðið að því sem er talið henta hverjum einstaklingi. Nemendur á afrekssviði skrá sig á bóknámsbraut á afrekssvið.

Í matvælanámi geta nemendur á aldrinum 16-18 ára innritast í grunndeild matvæla- og ferðagreina sem er grunnnámsbraut fyrir frekara nám í matvælagreinum. Einnig er boðið er upp á samningsbundið iðnnám í bakstri, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu. Nemendur sem leggja stund á matvælanámið geta eftir ákveðnu fyrirkomulagi lokið viðbótarnámi til stúdentsprófs. Nemendur ljúka þessu námi samhliða eða eftir að iðnnámi þeirra lýkur.

Nánari upplýsingar um brautirnar sem í boði má finna á heimasíðu skólans undir flipanum námsleiðir https://www.mk.is/is/nemendur.

Innritun fyrir haustönn 2024

Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla fyrir haustönn 2024 er eftirfarandi:

  • Innritun í matartæknanám, matsveinanám og meistaranám: 15.01.2024 til 31.03.2024
  • Innritun eldri nema í bóknám og í bakstur, framreiðslu, matreiðslu og kjötiðn: 15.1 2024 til 31.05.2024.
  • Innritun starfsbrautir: 01.02.2024 til 29.02.2024
  • Innritun nýnema: 20.03.2024 til 07.06.2024

Sótt er um skólavist í framhaldsskóla á vefnum menntagatt.is.

 

 

Síðast uppfært 17. apríl 2024