Ein­ingar fyrir félags­störf

Nem­endur geta fengið ein­ingar fyrir félags­störf. Ein­inga­fjöldi er metinn af aðstoðarskólameistara  og/eða þjálfara, í sam­ræmi við nám­skrá skólans. Að hámarki er hægt að fá 3 ein­ingar á önn fyrir félags­störf og aldrei fleiri en 18 ein­ingar sam­tals yfir náms­tímann. Til að fá einingar metnar þurfa nemendur að uppfylla skilyrði um lágmarksframvindu í námi, sýna kurteisi í samskiptum og virða skólareglur. 

Stefna MK stuðlar að góðum samskiptum og byggir á gagnkvæmri virðingu nemenda, kennara og annars starfsfólks. Auk þess hvetur hún til góðrar umgengni, kurteisi í hvívetna, tillitssemi og umburðarlyndis. 

Stjórn NMK 

Stjórnarmeðlimir geta sótt um að fá félagsstörf sín metin til eininga með því að skila inn skýrslu um starfið til aðstoðarskólameistara í lok annar. Til að fá einingar fyrir störf í félagslífi verða nemendur að sýna prúðmennsku í hvívetna, kurteisi í samskiptum og virða skólareglur. Auk þess þurfa nemendur að uppfylla skilyrði um lágmarksframvindu í námi. 

Seta í stjórn NMK, 1-3 einingar á fyrsta þrepi eftir virkni, metið af aðstoðarskólameistara 

Gettu betur og Morfís 

Gettu betur á vorönn = 1-3 einingar á fyrsta þrepi, eftir árangri liðs hverju sinni, metið af umsjónarmanni/þjálfari 

Morfís á vorönn = 1-3 einingar á fyrsta þrepi, eftir árangri liðs hverju sinni, metið af umsjónarmanni/þjálfari

 Leikfélag NMK   

 Leikfélagið stendur fyrir leiksýningu á vorönn annað hvert skólaár. Mikil áhersla er á að gera sýninguna sem vandaðasta hverju sinni. 

Leikarar sem taka þátt í sýningu fá 5 einingar á fyrsta þrepi.

Aðrir sem koma að sýningu, t.d. þeir sem sjá um hljóð, ljós, förðun og búninga, fá 1-3 einingar á fyrsta þrepi, eftir framlagi hverju sinni (metið af leikstjóra/umsjónarmanni).

Síðast uppfært 26. ágúst 2024