Lífshlaupið og fyrirlestur Guðmundar landsliðsþjálfara í handbolta

Kæru nemendur og starfsfólk

Við í MK höfum tekið þátt í Lífshlaupinu sem er hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Aðalatriðið er að huga að þeirri hreyfingu sem við stundum dagsdaglega. Allir vita að hreyfing er mjög mikilvæg bæði fyrir líkamlega og andlega heilsu. Rannsóknir hafa sýnt t.d. að hreyfing minnki líkurnar á kransæðasjúkdómum, sykursýki af tegund tvö, stoðkerfisvandamálum og dragi úr einkennum kvíða og þunglyndis

Samkvæmt Embætti landlæknis þá er ráðlagt að hreyfa sig í 60 mínútur á dag. Í Lífshlaupinu þá getum við skráð hreyfinguna sem við gerum á hverjum degi. Hún þarf ekki að vera í samfelldar 60 mínútur heldur telur ganga í skólann 10 mín og heim aftur aðrar 10 mín. Frábært tækifæri til að vera meðvitaður um og að fylgjast vel með hversu mikið við erum að hreyfa okkur næstu tvær vikurnar, 5. - 18. febrúar.

Í fyrra var Menntaskólinn í 3. sæti og planið er að vinna á þessu ári,

Endilega vertu með og skráðu þig inn á Lífshlaupið.  Þú skráir þig í Menntaskólann í Kópavogi og í viðeigandi lið, annars vegar MKingar-starfsfólk eða MKingar-nemendur

Í hádeginu, miðvikudaginn 5. febrúar, munum við fá frábæran gest til að starta Lífshlaupinu. Það er enginn annar en Guðmundur þjálfari karlalandsliðsins í handbolta og mun hann aðeins ræða um mikilvægi hreyfingar. Allir að mæta í Sunnusal 12:20.