Íþróttir

Íþróttir í MK – Skipulag vorannar 2025

Nemendur sem eru skráðir í íþróttir ÍÞRÓ1AA01 fá aðgang að Sporthúsinu og stunda sína hreyfingu þar.

Nemendur á afrekssviðinu eru ekki skráðir í hefðbundna íþróttaáfanga skólans.

Til að standast íþróttir þarf á þessari önn að ná að lágmarki 23 skiptum (1 klst. í senn) á tímabilinu 10. janúar til 9. maí. Eftir það er ekki hægt að skila inn mætingum fyrir íþróttir.

Ef nemandi mætir að lágmarki 46 sinnum eða oftar í Sporthúsið getur hann fengið 2 íþróttaeiningar fyrir önnina. Ekki er hægt að fá fleiri en 2 einingar fyrir íþróttir á hverri önn. Nemandi getur að hámarki fengið 6 einingar fyrir íþróttaiðkun á námstímanum.

Nýnemar, eða eldri nemendur sem eru að mæta í fyrsta skiptið í Sporthúsið, fá upplýsingar sendar í tölvupósti hvenær þeir eiga að mæta í fyrsta skiptið. Í þessum fyrsta tíma fá nemendur leiðbeiningar með alla þjálfun og aðstöðu í Sporthúsinu.

Ef þið stundið íþróttir undir stjórn þjálfara hjá íþróttafélögum innan ÍSÍ, eða á öðrum líkamsræktarstöðvum en Sporthúsinu, getið þið sótt um að fá annan íþróttaáfanga metinn sem heitir ÍÞRÓ1AA01ÞJ. Nemandi sem vill skrá sig í þennan íþróttaáfanga og fá hann metinn þarf að gera eftirfarandi:

  • Skila áætlunarblaði með undirritun þjálfara og stimpli íþróttafélags eða líkamsræktarstöðvar vegna þessarar íþróttaiðkunnar til skrifstofunnar í síðasta lagi 10. janúar.
  •  Skila staðfestingarblaði með undirritun þjálfara og stimpli íþróttafélags eða líkamsræktarstöðvar til skrifstofunnar föstudaginn 9. maí.

     

    Þið finnið bæði áætlunar- og staðfestingarblaðið hér:

Áætlun vegna íþrótta

Staðfesting vegna íþrótta

Hægt er að skila þessu rafrænt á skrifstofuna á netfangið: ritari@mk.is eða koma með blaðið á skrifstofuna.

Ef þið eigið eftir að skrá ykkur í íþróttir, eða viljið breyta skráningu íþrótta, þarf það að gerast í síðasta lagi 8. janúar.

 

 

Verið dugleg að hreyfa ykkur í vetur

Síðast uppfært 10. desember 2024