Iðnnám í matvælgreinum er samningsbundið iðnnám sem tekur ýmist þrjú eða fjögur ár.
Nemendur þurfa að hafa gott vald á íslensku bæði töluðu- og rituðu máli.
Námið fer fram í skóla og á vinnustað og þurfa nemendur að vera komnir á námssamning áður en þeir hefja nám í skóla. Nemendur á námssamningi halda ferilbók á námstímanum. Upplýsingar um fyrirkomulag ferilbókar er að finna hér. Meginmarkmið iðnnáms í matvælagreinum er að nemendur hljóti nauðsynlega, almenna og faglega menntun til að takast á við þau störf sem tilheyra greinunum.
Nemendur öðlast þekkingu á hráefni, vélum, tækjum og öðrum búnaði ásamt þeim hreinlætiskröfum sem gerðar eru í matvælagreinum.
Að loknu námi í skóla og á starfsþjálfunarstað hafa nemendur öðlast víðtæka innsýn í helstu störf greinanna, tileinkað sér helstu verkþætti og þjálfast í sjálfstæðum vinnubrögðum og samstarfi við aðra.
Nánari upplýsingar veitir Haraldur Sæmundsson framkvæmdastjóri Hótel- og matvælaskólans, námsráðgjafar og námsstjóri upplýsingar um námið. Síminn skólans er 5944000. Einnig er hægt að senda tölvupóst.