LSM – 010 vísar til VKL-203, gr. 5.7.
- Nemendur og starfsfólk skula virða markmið og gildi skólans, stefnu hans og reglur.
- Gagnkvæm virðing og kurteisi skal ríkja í skólanum. Einnig ber að sýna háttvísi og prúðmennsku allstaðar þar sem komið er fram í nafni skólans.
- Nemendum ber að hlýða fyrirmælum starfsfólks skólans
- Nemendum ber að ganga hreinlega og prúðmannlega um húsakynni skólans og fara vel með muni hans.
- Valdi nemandi skemmdum á húsnæði eða munum skólans ber honum að skýra starfsfólki eða skólameistara frá því og bæta skemmdir samkvæmt ákvörðun skólameistara.
- Nemendur skulu fara úr útiskóm í anddyri skólans og nota inniskó. Útiskó á að geyma í skóskápum sem nemendur hafa til umráða. Nemendur eru sérstaklega beðnir að skilja ekkert fémætt við sig. Skólinn ber ekki ábyrgð á eigum nemenda sem glatast eða er stolið.
- Munntóbak og reykingar með eða án tóbaks (þ.m.t. raf-sígarettur/veip) eru bannaðar í skólanum, á skólalóðinni og á öllum viðburðum á vegum skólans (t.d. skóladansleik og ferðalögum).
- Öll meðferð og neysla áfengis og annarra fíkniefna er bönnuð í skólanum, á samkomum eða í ferðalögum á vegum hans.
- Nemendum er óheimilt að neyta matar og drykkjar í kennslustundum.
- Nemendum ber að ganga vel um mötuneyti skólans og virða reglur um góða umgengni og frágang
- Auglýsingatöflur eru í skólanum. Þær eru ætlaðar fyrir auglýsingar um skólahald og félagslíf nemenda. Ekki má festa upp auglýsingar annars staðar í húsinu nema með sérstöku leyfi frá skrifstofu skólans.
- Símar eiga hvorki að vera sýnilegir/né í notkun í kennslustundum nema með sérstöku leyfi kennara.
- Nemendur leggi bílum sínum á bílastæðin við Digranesveg eða við Meltröð.
- Nemendum er óheimilt að bera vopn í skólanum. Hvort sem um er að ræða hnífa, skotvopn, rafbyssur eða önnur þau vopna sem falla undir skilgreiningar vopnalaga nr. 16/1998.
Brjóti nemandi reglur skólans fær hann viðvörun. Ítrekuð brot á skólareglum geta leitt til brottvísunar. Forráðamönnum ólögráða nemenda er gert viðvart svo þeir geti nýtt andmælarétt sinn, sbr. VNL-205.