Fréttir

Helgi Kristjánsson, aðstoðarskólameistari Menntaskólans í Kópavogi er látinn.

Helgi hefur sinnt störfum aðstoðarskólameistara MK frá árinu 2001 en var í námsleyfi á yfirstandandi skólaári. Þá hafði hann kennt við skólann frá árinu 1995.

Tyllidagaballi NMK aflýst

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur Tyllidagaballi NMK sem vera átti í kvöld í Austurbæ aflýst. Þeir sem hafa keypt miða geta fengið þá endurgreidda með því að senda póst á midasalanmk@gmail.com. Í póstinum þarf að koma fram nafn, kennitala og reikningsnúmer þess sem keypti miðann.

Skólinn lokaður

Skólinn verður lokaður í dag, 8. október, frá kl. 14:00. Opnum aftur kl. 8:00 í fyrramálið.

Próftafla

Búið er að opna fyrir próftöflur nemenda í Innu. Próftöfluna er einnig að finna hér á vef skólans undir Nemendur - Próftafla.

Forvarnardagurinn

Forvarnardagurinn er í dag. Að því tilefni tókum við í MK á móti nemendum okkar þegar þau mættu í skólann í morgun með ávöxtum. Í hádeginu fengum við góðan gest í heimsókn.

Innritun fyrir vorönn 2020

Innritun mun standa yfir frá 1.-30. nóvember 2019 fyrir vorönn 2020. Nemendur sækja um á www.menntagatt.is. Nánari upplýsingar hjá áfangstjórum, námsráðgjöfum og námsstjóra skólans.

Gjöf frá Járni og gleri, grillveisla annars bekkjar nemenda í Hótel og matvælaskólanum

Í sumar gaf Járn og gler, sem er umboðsaðili Weber grillanna á Íslandi, skólanum þrjú grill til að nota í verklegum æfingum í öðrum bekk þar sem unnið er með grilleldun. Fulltrúi fyrirtækisins var viðstaddur verklega æfingu þar sem boðið var í dýrindis hádegisverð.

Sóun - hvað getum við gert

Umhverfisdagar Menntaskólans í Kópavogi voru settir formlega þann 16. september og stóðu yfir í tæpa viku. Þetta er tíunda árið sem slíkt uppbrot er gert á hefðbundinni kennslu með fræðslu og heimildaþáttum. Í ár ákvað umhverfisnefnd MK þemað „Sóun – hvað getum við gert?“ Nemendur horfðu á fræðslumyndir og fyrirlesarar komu og fræddu okkur um þá sóun sem nú á sér stað. Mikil áhersla var á sóun á mat og fatnaði og áhrif þess á loftlagsmál.

Stöðupróf í rússnesku

Stöðupróf í rússnesku verður haldið í Menntaskólanum í Kópavogi fimmtudaginn 17. október kl. 14:00. Skráning fer fram á netfangið mk@mk.is í síðasta lagi þriðjudaginn 15. október.

Stöðupróf í pólsku

Stöðupróf í pólsku verður haldið í Kvennaskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 9. október 2019 klukkan 17:15.