Fréttir

Afrekssvið

Útskrift

Miðvikudaginn 22. maí er æfing útskriftarnema í Digraneskirkju (stúdentar og iðnnemar)

Könnun meðal útskrifaðra nema

Tengill á könnun sem nefnd var í bréfi til útskrifaðra nema

Míla á dag

Þann 7. janúar gengu nemendur og starfsfólk starfsbrautar fyrir einhverfa nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi fyrstu míluna. Mílan er verkefni sem heitir The Daily Mile og kemur frá Skotlandi. Um 5000 skólar víðs vegar um heiminn eru þátttakendur í verkefninu. Starfsbrautin í Menntaskólanum í Kópavogi er fyrsta starfsbrautin sem tekur þátt í þessu verkefni. Daglega fara nemendur og starfsfólk brautarinnar og ganga 1,6 km eða því sem nemur einni mílu. Til gamans má geta þess að núna í maí erum nemendur og starfsfólk búin að ganga því sem nemur hálfum hring í kringum landið eða um 700 kílómetra.

Afreksíþróttasvið Menntaskólans í Kópavogi

Markmið afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi er að bjóða nemendum skólans sem stunda keppnisíþróttir vettvang til að stunda þær samhliða námi. Námið er kröfuhart en býður upp á sveigjanleika og stuðning fyrir keppnisfólk sem vill ná árangri á báðum vígstöðvum. Námið er opið öllum framhaldsskólanemum sem stunda íþróttir innan raða Íþróttasambands Íslands og er unnið í nánu samstarfi með íþróttafélögunum Breiðablik, HK og Gerplu. Nemendur sem stunda íþrótt sína í öðrum félögum eru að sjálfsögðu velkomnir og verður nám þeirra skipulagt í samvinnu við félag þeirra.

Innritun fyrir haustönn 2019

Dagsetningar innritunartímabila

Edrúpottur

Búið er að draga nöfn úr edrúpotti árshátíðar MK . Hægt er að sækja vinninga á skrifstofu skólans. Innilega til hamingju kæru nemendur :)

Landskeppni ungra frumkvöðla

Frumkvöðla fyrirtækið Karma lenti í þriðja sæti í landskeppni ungra frumkvöðla sem fram fór í Arionbanka 30. apríl.

Skólinn lokaður