Umsókn um skólavist

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur umsjón með innritun í framhaldsskóla og gefur út leiðbeiningar um frágang umsóknar. Sótt er um skólavist rafrænt á vefsíðu Menntagáttar www.menntagatt.is

Umsækjendur nota Íslykil eða veflykli Menntagáttar sem 10. bekkingar fá afhentan í grunnskólum til að skrá sig inn á vefinn.

Innritun fyrir haustönn 2024 er sem hér segir:

  • Innritun á starfsbraut fyrir nemendur á einhverfurófi fer fram 1.-29. febrúar.
  • Innritun nýnema úr 10. bekk fer fram 20. mars til 8. júní.
  • Innritun eldri nemenda fer fram 15. janúar til 31. maí
Síðast uppfært 21. febrúar 2024