STE-018 Starfsáætlun

Í reglugerð um starfstíma nemenda í framhaldsskólum frá mars 2017 kemur fram að kennslu- og námsmatsdagar séu eigi færri en 180. Starfstíminn skiptist í tvær sem næst jafnlangar annir, haustönn og vorönn.

Skólameistari ákveður að höfðu samráði við skólaráð og almennan kennarafund upphaf og lok skólastarfs ár hvert á bilinu 18. ágúst til 31. maí. Hann leggur fram skóladagatal næsta skólaárs í lok hvers skólaárs. Skóladagatalið er birt á heimasíðu skólans www.mk.is.

Síðast uppfært 12. apríl 2024