Gæðaráð

Hlutverk gæðaráðs Menntaskólans í Kópavogi er í höndum Stjórnendaráðs sem mynda gæðaráð ásamt gæðastjóra. Þar sem í gögnum gæðakerfisins er vísað til gæðaráðs þá er það bein tilvísun til stjórnendaráðs.

Stjórnendaráð fundar vikulega samkvæmt boðaðri dagskrá og eru gæðamál fastur liður í fundarboði stjórnendaráðsfunda og eru því gæðamál í sífelldri skoðun innan Menntaskólans í Kópavogi.

Á stjórnendaráðsfundum eru verkefni sem ákveðin eru á fundinum falin í ábyrgð stjórnenda sem færir það á verkefnalista sinn, því er tryggt að eftirfylgni sé með framkvæmd. Úrbætur, forvarnir og aðrir þættir gæðamála sem koma upp á fundum stjórnendaráðs undir liðnum gæðamál eru því í stöðugri umfjöllun og virk eftirfylgni með framkvæmd.

Með ofangreindum hætti tvinnar Menntaskólinn í Kópavogi daglegan rekstur og gæðamál saman í einn heildstæðan rekstur.

Síðast uppfært 06. febrúar 2019