STE-014 Vinnuverndarstefna

Starfsöryggi fyrir alla

Stjórnendur Menntaskólans í Kópavogi leitast við að stuðla að starfsöryggi allra sem í skólanum starfa. Þeir vilja tryggja að húsnæði skólans, búnaður og umhverfi fullnægi kröfum og fyrirmælum laga og reglna um öryggi, heilnæmi og vinnuvernd. Í því sambandi líta stjórnendur einkum til eftirfarandi þátta:

Umhverfi sé bjart, rúmgott með réttu hita- og rakastigi. Hávaða- og loftmengun lítil og búnaður, s.s. stólar og borð af réttri stærð.

 

Í Menntaskólanum í Kópavogi er starfrækt öryggisnefnd skv. lögum nr. 46/1980.

Nefndin er skipuð fjórum fulltrúum. Aðstoðarskólameistari er formaður nefndarinnar, áfangastjóri verknáms og tveir starfsmenn kosnir á skólafundi til tveggja ára í senn. Umsjónarmaður fasteigna er starfsmaður nefndarinnar.

Öryggisnefnd heldur gerðarbók samkvæmt ákvæði reglugerðar nr. 920 frá 2006.

Gerðabók

Öryggisnefnd skal halda gerðabók. Til bókar skal færa þau atriði sem tekin eru upp í nefndinni svo og allar ákvarðanir.

Starfsmönnum Vinnueftirlits ríkisins skal heimill aðgangur að gerðabókum öryggisnefnda en þeir eru bundnir þagnarskyldu skv. 83. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum.

Annar fulltrúi kennara er ritari nefndarinnar.

Hlutverk öryggisnefndar er að skipuleggja og hafa eftirlit með úrbótum varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi. Í því felst að starfsumhverfi sé með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir. Öryggisnefnd starfar í samráði við Vinnueftirlit ríkisins og skal ágreiningsmálum vísað þangað til umsagnar.

Starfsmaður sem verður var við ágalla eða vanbúnað, sem leitt gæti til skerts öryggis, lakari aðbúnaðar eða hollustuhátta, sem hann getur ekki sjálfur bætt úr, skal umsvifalaust tilkynna það öryggisnefnd.

Síðast uppfært 12. mars 2024