Sérhver starfsmaður Menntaskólans í Kópavogi
- Rækir starf sitt án manngreinarálits og leitast við að byggja upp gagnkvæmt traust.
- Gætir fyllsta trúnaðar um persónuleg málefni starfsmanna og nemenda, sem hann verður áskynja um í starfi sínu og geta haft neikvæð áhrif á viðkomandi einstakling með umfjöllun.
- Virðir hæfni, ábyrgð og skyldur annarra starfsmanna og treystir fag- og verkþekkingu þeirra
- Forðast með óviðeigandi hátterni eða orðavali að lítillækka annan starfsmann eða nemanda eða áreita á hvern þann hátt sem honum er mótfallið.
Sáttmáli um samskipti
- Sýnum traust og trúnað og verum traustsins verð
- Hlustum á skoðanir og virðum tilfinningar annarra
- Hrósum hvert öðru
- Sýnum hvert öðru kurteisi og virðingu
- Sýnum jákvæðni í framkomu og samskiptum
- Tökum ábyrgð á eigin orðum og gjörðum og gerum ráð fyrir því sama frá öðrum
- Tökum ekki þátt í einelti, þöggun eða fýlustjórnun
- Sýnum gott og vinalegt viðmót með því að bjóða góðan daginn, heilsa, kveðja og þakka fyrir
- Sýnum hvert öðru tillitssemi, umburðarlyndi og nærgætni
- Setjum gagnrýni og ábendingar fram á uppbyggilegan hátt
Í öllu starfi sínu vilja stjórnendur Menntaskólans í Kópavogi stefna að góðum og nútímalegum stjórnunarháttum. Þeir leitast við að hafa samráð við starfsfólk um málefni vinnustaðarins er það varðar og beita sér fyrir virku upplýsingastreymi. Ábyrgð og vald stjórnenda gagnvart starfsmönnum skal vera vel skilgreint og starfsmönnum ljóst.