Fartölvur
- Kennarar fá fartölvur frá skólanum til afnota.
- Kerfisstjóri setur upp aðgang að fartölvum. Mjög mikilvægt er að tölvan sé einungis notuð í verkefni sem tengjast starfinu og að starfsmaðurinn sé sá eini sem notar hana.
Tölvupóstur
- Aðgangur að tölvupóstinum er í gegnum forritið Outlook, eða með aðgangi að vefpósti. Hægt er að nálgast tölvupóstinn í hvaða tæki sem er með tölvupóstfangi og lykilorði sem kerfisstjóri skólans afhendir. Tölvupóstkerfi MK er óháð aðgangi okkar að tölvum, það er sérstakt notandanafn og lykilorð að tölvupóstkerfinu og það er kerfisstjóri skólans sem afhendir það.
- Tölvupóstur á póstfang skólans er eign skólans og alla notkun í einkaerindum skal takmarka.
- Alltaf er hægt að komast í tölvupóstinn með því að velja „Vefpóstur“ á vef skólans:
- Kerfisstjóri mælir með að nota tölvupóstinn í gegnum póstforritið Outlook.
Tölvur í kennslustofum
- Kennarar tengja sína tölvu í kennslustofum. Leiðbeiningar frá tölvudeild.
Síðast uppfært 07. nóvember 2022