16.08.2023
Skrifstofan verður lokuð miðvikudag 16. ágúst og fimmtudag 17. ágúst frá kl. 9:00 til kl. 13:00 vegna starfsmannafunda
11.08.2023
Undirbúningur fyrir skólastarfið á haustönn 2023 er í fullum gangi og við hlökkum til að sjá ykkur öll. Verið er að vinna stundatöflur nemenda og bókalisti er aðgengilegur á heimasíðu skólans.
Smellið á fyrirsögn fyrir helstu dagsetningar framundan sem gott er að hafa í huga fyrir nemendur og forráðamenn.
27.06.2023
Innritun nýnema og eldri nemenda í bók- og verknám fyrir haustið 2023 er lokið.
Að þessu sinni sóttu 661 nemandi, fæddir 2007, um MK í fyrsta eða öðru vali. Teknir voru inn 270 nýnemar, 180 innrituðust á stúdentsbrautir, 51 nemandi í grunnnám matvæla- og ferðagreina og 39 nemendur á framhaldsskólabrú. Nemendur voru teknir inn eftir einkunnum. Því miður verður enginn biðlisti settur upp hjá okkur enda skólinn alveg fullsetinn.
Í hótel- og matvælaskólann voru 15 nemendur innritaðir í bakstur, 26 í framreiðslu, 9 í kjötiðn, 53 í matreiðslu, 50 í meistaranám iðngreina og 30 í matsveina- og matartæknanám.
Innritun stendur enn yfir í Leiðsöguskólanum en þar eru nokkur pláss laus. Áhugasamir geta sent tölvupóst á lsk@mk.is
22.06.2023
Skrifstofa skólans verður lokuð frá kl. 11:45 föstudaginn 23. júní. Við opnum skrifstofuna aftur miðvikudaginn 9. ágúst kl. 10 en viljum benda á upplýsingar um námið á heimasíðu skólans.
18.06.2023
Aðsóknarmet var slegið í umsóknum í MK og aldrei hafa fleiri nýir nemendur verið teknir inn í skólann.
26.05.2023
Skólinn verður lokaður þriðjudaginn 30. maí vegna starfsmannaferðar. Opnum aftur miðvikudaginn 31. maí kl. 10.
20.05.2023
Nemendur eru hvattir til að koma í prófsýningu............
20.05.2023
Nemendur dagskóla, stúdentsefni og verknámsnemar í matreiðslu, framreiðslu, bakstri og kjötiðn útskrifast föstudaginn 26. maí kl 14:00 í Digraneskirkju.
Kvöldskólanemendur (matsveinar, matartæknar, meistaranemar og nemendur leiðsöguskóla) útskrifast fimmtudaginn 25. maí kl 16:00 í Digraneskirkju.
Öll útskriftarefni eiga að hafa fengið nánari leiðbeiningar um fyrirkomulag útskriftar sendar í tölvupósti.