Innritun nýnema og eldri nemenda í bók- og verknám fyrir haustið 2023 er lokið.
Að þessu sinni sóttu 661 nemandi, fæddir 2007, um MK í fyrsta eða öðru vali. Teknir voru inn 270 nýnemar, 180 innrituðust á stúdentsbrautir, 51 nemandi í grunnnám matvæla- og ferðagreina og 39 nemendur á framhaldsskólabrú. Nemendur voru teknir inn eftir einkunnum. Því miður verður enginn biðlisti settur upp hjá okkur enda skólinn alveg fullsetinn.
Í hótel- og matvælaskólann voru 15 nemendur innritaðir í bakstur, 26 í framreiðslu, 9 í kjötiðn, 53 í matreiðslu, 50 í meistaranám iðngreina og 30 í matsveina- og matartæknanám.
Innritun stendur enn yfir í Leiðsöguskólanum en þar eru nokkur pláss laus. Áhugasamir geta sent tölvupóst á lsk@mk.is