Mánudaginn 22. maí milli klukkan 11:00 og 13:00 geta nemendur komið og skoðað prófin sín eða niðurstöður úr námsþáttum þeirra áfanga sem þeir voru í á vorönninni.
Hafi nemandi fallið í einhverjum áfanga er mikilvægt að hann komi í skólann og hitti umsjónarkennara sinn (þ.e. nemendur fæddir 2005 og 2006) og fari yfir námsferilinn sinn. Nemendur fæddir 2004 og eldri geta hitt námsráðgjafa til að líta á ferilinn. Athugið að ef nemandi fellur í einum eða fleiri áföngum getur það orðið til þess að nemandi getur ekki útskrifast á réttum tíma.