Rafræn vöktun í MK

Í og við húsnæði MK fer fram rafræn vöktun með eft­ir­lits­mynda­vélum. Unnið er með myndefni sem verður til við vöktunina þar sem sjá má einstaklinga sem farið hafa um hið vaktaða svæði og athafnir þeirra. Vöktunin fer fram á grundvelli lögmætra hagsmuna Menntaskólans í Kópavogi í tengslum við eigna- og öryggisvörslu, sbr. 6. tölul. 9. gr. laga nr. 90/2018 og f-lið 1. mgr. 6. gr. reglugerðar (ESB) 2016/679. Menntaskólinn í Kópavogi er ábyrgðaraðili vöktunarinnar og tryggir öryggi per­sónu­upp­lýs­inga þeirra sem vöktun sæta.

Við notkun öryggismyndavéla verður að fylgja reglum nr. 50/2023 um rafræna vöktun og í 6. gr. þeirra eru upplýsingar um réttindi einstaklinga. Engum gögnum er safnað um einstaklinga og engin gögn eru geymd lengur en í þrjátíu daga nema sérstök rök séu færð fyrir því. Myndefni, sem verður til við rafræna vöktun, er ekki afhent þriðja aðila og ekki unnið með þær nema með samþykki þess sem upptakan er af eða með heimild Persónuverndar. Undantekning frá þessu er að heimilt er að afhenda lögreglu upptökur, varði þær upplýsingar um slys eða meinta refsiverða háttsemi. Einnig getur efni verið afhent tryggingafélagi sé það nauðsynlegt vegna tryggingamáls. Skólameistari, staðgengill skólameistara og umsjónarmaður fasteigna hafa ein heimild til að skoða upplýsingar úr rafrænni vöktun.

Á vef Persónuverndar má finna svör við algengum spurningum um öryggismyndavélar og reglur sem um þær gilda.

Öryggismyndavélar eru víða á ytri skel skóla­húsnæðis MK og á almennum svæðum inn­an­húss þar sem vöktun er talin nauðsynleg. Staðsetn­ingar eru auðkenndar með skilti sem komið er fyrir á áber­andi stað á hverju vökt­un­arsvæði. Leyni­legar upp­tökur eru með öllu bannaðar.

Sá sem sætt hefur raf­rænni vöktun á rétt á að skoða gögn sem til verða um viðkom­andi við vöktunina. Skal heimila skoðun jafn fljótt og auðið er og eigi síðar en innan eins mánaðar frá móttöku slíkrar beiðni. Þetta á þó ekki við ef réttur þess sem sætt hefur vökt­un­inni til að fá að skoða gögnin þykir eiga að víkja að nokkru eða öllu fyrir hags­munum annarra en hans eigin. Ef óljóst er hvort verða á við beiðni um skoðun er efni sent til lög­reglu eða Persónuverndar til skoðunar.

Frekari upplýsingar um réttindi einstaklinga í tengslum við vöktun með öryggismyndavélum má nálgast hjá skólameistara í gegnum netfangið mk@mk.is.

Komi fram athuga­semdir eða and­mæli við fram­kvæmd vökt­unar og/​eða ábend­ingar um að hún upp­fylli ekki þær kröfur sem settar eru í reglum þessum eða lögum skal hafa sam­band við skólameistara með því að senda tölvu­póst á net­fangið mk@mk.is eða hringja í síma 594-4000. Þau sem sæta rafrænni vöktun eiga rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd ef þau telja að vinnsla persónuupplýsinga þeirra gangi gegn persónuverndarlögum.

Síðast uppfært 30. ágúst 2024