ORKA3CA03

Í áfanganum vinna  nemendur verkefni með nemendum í menntaskóla í Teplice í Tékklandi.  Verkefnin verða unnin í gegnum netsamskipti þar sem ekki er hægt að ferðast milli landanna á næstunni. Hins vegar er stefnt að því að fara í ferðir innanlands þar sem meðal annars verða heimsóttar vatnsafls- og gufuaflsvirkjanir og hópurinn kynnir sér mikilvægar rannsóknir hérlendis til lausnar á loftslagsvandanum.  Lögð verður áhersla á að nemendurnir kynnist tékknesku nemendum. Þeir munu kynna landið Ísland, þjóðina, menningu og orkuauðlindir hennar og fá svipaða kynningu frá nemendum í Tékklandi.  Nemendur þjálfast í að nota ensku og eiga samskipti við nemendur frá öðru landi. Þeir vinna verkefni um orkuframleiðslu hér á landi og  leggja mat á umhverfisáhrif og sjálfbærni hennar.   Nemendur öðlast færni í að vinna með stærðfræði og eðlisfræði við raunhæfar aðstæður.  Þeir nota tölvuforrit og upplýsingar af netinu við úrlausn verkefna. Nemendur bera saman orkuvinnslu í Tékklandi og á Íslandi. Nemendur greiða enga kostnað af ferðalögum því áfanginn er styrktur af Iceland, Lichterstein and Norway grants og DZS (DZ Education). 

Áfanginn er próflaus.  Kennarar: Ingibjörg Haraldsdóttir og Elín Guðmannsdóttir. 

Áfangi: ORKA3CA03

Viðfangsefni: Samvinnuverkefni með nemendum í Tékklandi

Undanfari: STÆ2BB05

 

Síðast uppfært 28. október 2020