Kennsla í Covid

Leiðbeiningar fyrir nemendur ef þeir greinast með covid eða þurfa að fara í sóttkví

Nemandi sem greinist með covid:

Forráðamenn nemenda undir 18 ára, og nemendur 18 ára eða eldri, eiga að tilkynna skólanum strax um covid smit með því að senda skólameistara gudridur.eldey@mk.is og aðstoðarskólameistara hjordis.einarsdottir@mk.is póst með eftirfarandi upplýsingum: Hvenær greinist viðkomandi? Var hann/hún í sóttkví? Hversu lengi á viðkomandi að vera í einangrun? Muna að senda vottorð frá Heilsuveru í viðhengi.

Nemandi sem er settur í sóttkví:

Forráðamenn nemenda undir 18 ára, og nemendur 18 ára eða eldri, eiga að tilkynna skólanum um sóttkví með því að senda fjarvistarfulltrúa johanna.aradottir@mk.is póst með eftirfarandi upplýsingum: Hvenær hófst sóttkvíin og hvenær er áætlað að henni ljúki? Muna að senda vottorð frá Heilsuveru í viðhengi.

Almennar leiðbeiningar fyrir alla nemendur:

Það er mjög mikilvægt að nemendur mæti ekki veikir í skólann og fylgi fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda varðandi einangrun og sóttkví. Nemendur eiga ekki að mæta aftur í skólann eftir sóttkví eða einangrun vegna covid fyrr en þeir geta framvísað vottorði um að sóttkví eða einangrun sé lokið.

Við biðjum alla nemendur skólans um að sótthreinsa sín borð bæði fyrir og eftir hverja kennslustund og gæta vel að sínum persónulegu smitvörnum (þvo hendur og spritta, vera með grímur og virða fjarlægðartakmörk).

Námsgögn í öllum áföngum eru aðgengileg á Moodle. Þar geta nemendur nálgast kennsluáætlun, glærur, verkefni, sum próf og ítarefni. Við hvetjum nemendur til að vera í góðu sambandi við sína kennarar í gegnum Moodle eða Teams og fylgja kennsluáætlun eins og hægt er þrátt fyrir tímabundna fjarveru úr skólanum.

Ef nemendur þurfa aðstoð með námið vegna fjarveru úr skóla vegna covid eða sóttkvíar eru þeir beðnir um að hafa samband við námsráðgjafa.

Síðast uppfært 25. ágúst 2021