Vörumessa Ungra Frumkvöðla

Nú um helgina fór fram Vörumessa Ungra Frumkvöðla í Smáralind. Við í MK áttum þar sjö flott fyrirtæki sem stóðu sig með prýði og eina vandamálið var að vörurnar seldust upp! Nú tekur við myndbandsgerð og skrif lokaskýrslu en eftir páska kemur í ljós hvaða 30 lið komast áfram í undankeppni af 142 liðum sem taka þátt.