Vitamix Ísland styður við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi

Vitamix Ísland og Hótel-og matvælaskólinn í Kópavogi skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning þar sem Vitamix blandarar verða hluti af þeim búnaði sem notaður er við kennslu í skólanum.

Tilgangur samstarfsins er að styðja við og auðvelda nemendum skólans að öðlast verklega reynslu og þekkingu í iðnnámi á sviði matvælagreina og stuðla að samstarfi á milli skóla og atvinnulífs.

Með þessu samstarfi fær Hótel- og matvælaskólinn tækifæri til bjóða nemndum sínum upp á hágæða tækjabúnað í kennslu sinni, sem undirstrikar stefnu skólans að bjóða upp á besta mögulega námsumhverfi fyrir nemendur sína. Þetta samstarf er frábært skref í að tengja námsumhverfið við raunverulegar aðstæður atvinnulífsins og er Vitamix þakkað fyrir ómetanlegan stuðning.