Nemendur í samtímasögu fóru í vettvangsferð á Þjóðskjalasafn Íslands nú á miðvikudaginn. Ekki er að neita að vantrú hafi gætt á svip nemenda þegar Stefán Svavarsson sögukennari boðaði þau á Þjóðskjalasafn Íslands. Lofaði hann að heimsóknin yrði áhugaverðari en nafn safnsins gaf til kynna, sem nemendur trúðu svona rétt mátulega.
Hópurinn lét þó tilleiðast og fjölmenntu nemendur á safnið. Ólafur Arnar Sveinsson fagstjóri fræðslu og rannsókna tók á móti nemendum og kennara og eftir stutta kynningu um starfsemi safnsins og mikilvægi þess fyrir sagnfræðirannsóknir fengu nemendur að skoða og handleika nokkur söguleg skjöl úr safnkostinum. Má þar helst nefna:
Almenn ánægja var með heimsóknina að henni lokinni og öruggt að áhugi nemenda á frekara sagnfræðinámi minnkaði ekki eftir daginn.