Skólastarf í Menntaskólanum í Kópavogi liggur niðri dagana 25. og 26. október en þá eru nemendur og starfsfólks skólans í vetrarfríi.
Það er gott að halla sér aftur á miðri önn og safna orku fyrir seinni hluta haustannar enda um að gera að nýta þessa löngu helgi og gera eitthvað skemmtilegt.
Við sjáumst svo spræk í skólanum þann 27. október með uppbrettar ermar og í stuði.