Í dag 27. maí útskrifuðust frá Menntaskólanum í Kópavogi 49 iðnmeistarar, 10 matsveinar, 3 matartæknar, 5 ferðaráðgjafar og 27 leiðsögumenn. Í ræðu sinni fagnaði skólameistari, Guðríður Eldey Arnardóttir nýjum lögum um háskóla þar sem lokapróf á 3. þrepi er nú jafngilt stúdentsprófi sem inntökuviðmið í háskóla. Jafnframt fjallaði skólameistari um nýja reglugerð um vinnustaðanám sem færir skólanum meira forræði yfir heildstæðu námi til sveinsprófs.
Eftirtaldir nemendur hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir afburða námsárangur:
Það var létt yfir gestum athafnarinnar sem var í Digraneskirkju og bjartsýni fyrir framtíðinni.
„megi maturinn ykkar smakkast vel, megi kökurnar verða sætar, veislurnar dýrðlegar og ferðirnar frábærar“. Með þessum orðum kvaddi skólameistari nemendur inn í sumarið og þakkaði veturinn sem var á margan hátt erfiður en lærdómsríkur.
Helga Haraldsdóttir og Valgerður Ingibjörg Hafstað fluttu ávörp fyrir hönd útskriftarnema