Föstudaginn 24. maí útskrifuðust frá Menntaskólanum í Kópavogi 110 nemar sem staðist höfðu lokapróf til brautskráningar. Stúdentar voru 61, iðnnemar 47 og 2 nemar útskrifuðust af starfsbraut. Lovísa Líf Jónsdóttir flutti ræðu fyrir hönd nýstúdenta og Arnar Ingi Gunnarsson fyrir hönd nýsveina.
Þrír nemendur hlutu viðurkenningu úr Viðurkenningarsjóði MK sem stofnaður var af bæjarstjórn Kópavogs 1993: nýstúdentar Ester Hulda Ólafsdóttir og Karen Birta Kjartansdóttir og nýsveinn Sandra Sif Eiðsdóttir.
Rótarýklúbbur Kópavogs veitti nýstúdent Ester Huldu Ólafsdóttur verðlaun fyrir góðan árangur í raungreinum og Rótarýklúbburinn Borgir í Kópavogi veitti nýsveini í framreiðslu Söndru Sif Eiðsdóttur verðlaun fyrir góðan námsárangur í iðnnámi.
Karen Birta Kjartansdóttir hlaut styrk úr Ingólfssjóði fyrir góðan námsárangur og störf að mannúðarmálum. Sjóður sá var stofnaður af fyrrverandi nemendum skólans til minningar um Ingólf A. Þorkelsson skólameistara.