Útskriftarplan er lifandi plagg þessa dagana. Enn sem komið er stendur til að rýmka frekar samkomuhöft og því hefur verið tekin ákvörðun um að útskrifa nemendur með hefðbundnum hætti.
Fyrir dagskólanemendur í bóknámi og verknámi verður útskrifað í tveimur hópum þann 29. maí, annars vegar kl. 13:30 og hins vegar kl. 15. Hópurinn er stór og því er ekki gert ráð fyrir aðstandendum í kirkjunni, hins vegar verða báðar athafnirnar sendar út í beinni útsendingu og aðstandendum þannig gefinn kostur á að fylgjast með stóru stundinni. Það er gert ráð fyrir að athafnirnar verði ekki lengri en 45 mín.
Klukkan 13:30 – útskriftarefni úr iðnnámi (matreiðsla, framreiðsla, bakstur og kjötiðn)
Klukkan 15:00 – útskriftarefni af bóknámsbrautum.
Fyrir kvöldskólanemendur í matsveini, matartækni, nemendur í meistaranámi og nemendur í Ferðamálaskóla verður útskrifað 28. maí kl. 16:00. Athöfnin verður líka send út í beinni útsendingu.
Nánari útfærsla verður lögð fram þegar nær dregur en nemendur taka daginn auðvitað frá og engin ástæða til annars en hlakka til stóra dagsins.
Skólameistari hefur pantað sérstaklega gott veður, það verður hægviðri þennan dag og sól, hiti gæti jafnvel náð tveggja stafa tölu.
Allar ábendingar og spurningar má senda á skólameistara, gudridur.eldey@mk.is