Úrvinnsla umsókna fyrir vorönn 2025

Við höfum lokið úrvinnslu umsókna og því miður eru ekki fleiri laus pláss um skólavist í MK á vorönn 2025 en metfjöldi umsókna barst. Innritun er því lokið og næst hægt að sækja um skólavist fyrir haustönn 2025. Hægt er að skoða afgreiðslu umsókna á menntagatt.is.

Þeir sem hafa fengið samþykkta skólavist hafa þegar fengið bréf í tölvupósti um greiðslu skólagjalda og upphaf vorannar.