Uppskeruhátíð ungra frumkvöðla fór fram í Arionbanka í gær. þar voru veittar viðurkenningar til þeirra 30 fyrirtækja sem sköruðu fram úr af þeim 126 sem tóku þátt. Fimm fyrirtæki frá MK voru skráð til keppni og náðu tvö þeirra í top 20, þ.e. HAWT-bbq sósa úr íslenskum hráefnum og Hreggviður-hönnun.
HAWT-bbq sósan hlaut jafnframt viðurkenningu sem besta matvælafyrirtækið í ár.
Það þarf vart að taka það fram að kennarar og starfslið skólans er stolt af þessari frammistöðu og óskar hópunum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Fernando Már R. Þórólfsson, Hermann Hlynsson, Símon Michael Guðjónsson, Alanas Noreika og Daníel Arnfinnsson
HAWT-bbq sósa: Hermann Hlynsson, Daníel Arnfinnsson, Fernando Már R. Þórólfsson, Alanas Noreika og Símon Michael Guðjónsson
Viðar Örn Austmann Viðarsson, framkvæmdastjóri Hreggviður-hönnun