Opnað verður fyrir stundatöflur nemenda þriðjudaginn 2. janúar. Á sama tíma verður opnað fyrir rafrænar töflubreytingaóskir. Þar sem skólinn er fullsetinn verður ekki unnt að verða við öllum töflubreytingaróskum. Lokað verður á töflubreytingaóskir, sunnudaginn 7. janúar og farið yfir þær 8.-9. janúar. Nemendur eiga að mæta í tíma samkvæmt stundatöflu þar til búið er að afgreiða allar óskir. Það er mikilvægt að nemendur fylgist með skilaboðum frá skólanum varðandi afgreiðslu töflubreytingaóska.
Tekið verður á móti nýjum nemendum í bók- og verknámi miðvikudaginn 3. janúar kl. 14:00-15:00 í Sunnusal. Mikilvægt að nemendur mæti með fartölvur með sér.
Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu fimmtudaginn 4. janúar.