Hafðu í huga að í heimaprófum er yfirleitt lögð áhersla á skilning á efninu frekar en utanbókalærdóm. Það er mikilvægt að þú rökstyðjir vel svör þín.
Þú færð upplýsingar um hvaða gögn þú mátt hafa hjá þér í prófunum. Athugaðu að þú munt ekki hafa tíma til að fletta öllu upp. Hafðu því skipulag á því efni sem þú mátt hafa með þér í prófinu.
Meðan á prófi stendur er kennari í kennslustofu í MK og nemandi getur verið í sambandi við kennara í gegnum Zoom/moodle/síma. Nemandi getur einnig hringt á skrifstofu skólans í síma 594 4000. Starfsmenn tölvuþjónustu verða einnig í MK á meðan prófin fara fram.
Vertu viss um að vista/skila svarúrlausnunum þegar þú ert búin/n með prófið. Mundu að þú hefur ekki tíma til að fletta upp öllum svörum.
Ef þú lendir í tæknilegum erfiðleikum hafðu strax samband við kennarann í gegnum Zoom/moodle/síma eða hringdu á skrifstofu skólans í síma 594 4000.