Tindur Eliasen tók fyrst þátt í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema á haustönn 2022 og náði hann 14. sæti nemenda á efra stigi í forkeppni sem var haldin og tryggði sér því sæti í úrstlitakeppninni sem haldin var á vorönn 2023. Í þeirri keppni náði hann 8. sæti. Þetta er besti árangur sem nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi hefur náð í mjög mörg ár
Hann tók þátt í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema á haustönn 2023 og náði hann 4 sæti af keppendum á eldra stigi. Með því vann Tindur sér inn rétt til þess að taka þátt í Eystrasaltskeppni í stærðfræði. Í kjölfarið keppti Tindur í úrslitum í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema síðastliðinn febrúar og endaði þar í 12. sæti. Það gaf honum keppnisrétt í Norrænu stærðfræðikeppninni.
Tindur tók þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni á vorönn 2024 og þegar þetta er skrifað er niðurstaðan ekki komin.
Tindur tók einnig þátt í Landskeppni í eðlisfræði og náði 8. sæti af 138 og fékk við það sæti í úrslitakeppninni. Niðurstaðan úr þeirri keppni er enn ekki komin.
Tindur hefur meðfram námi stundað Crossfit og kraftlyftingar af kappi á Afrekssviði MK. Þar hefur hann verið til fyrirmyndar, hvað varðar mætingu, aga og skuldbindingu gagnvart íþróttinni sinni. Hann gat til að mynda ekki tekið þátt í Eystrasaltskeppninni í stærðfræði þar sem hann var að keppa í Woodpallooza mótinu í crossfit í Miami á sama tíma og náði þar þriðja sæti í sínum aldursflokki.