Þann 26. febrúar sl. var haldin þýskuþraut í öllum framhaldsskólum landsins. Alls tóku 65 nemendur þátt en verðlaunasætin eru 15. Einar Bragi Aðalsteinsson nemandi okkar lenti í fjórtánda sæti og hlýtur bókaverðlaun fyrir. Vanalega hefur verðlaunaafhending farið fram á uppskeruhátíð félags þýskukennara í maí en óljóst er hvort hún verði haldin. Verðlaunabókum verður komið til verðlaunahafa fyrir skólalok ef engin hátíð verður.