Ný reglugerð um skólahald á tímum samkomutakmarkana heimilar framhaldsskólum að hefja staðnám eftir páska á sömu forsendum og áður.
Á þriðjudag 6. apríl hefst því skóli eftir páskaleyfi og mæta nemendur í skólann.
Eins og áður er grímuskylda ef ekki er unnt að tryggja 2m á milli fólks. Annars gilda allar sömu reglur og áður.
Eins og fyrr þurfum við að vanda okkur, bera grímur, sótthreinsa hendur og almennt hafa í huga persónulegar sóttvarnir.