Skólaslit Menntaskólans í Kópavogi voru 28. maí.
Frá skólanum útskrifuðust 49 stúdentar og 36 iðnnemar í bakstri, framreiðslu og matreiðslu.
Viðurkenningasjóður Menntaskólans í Kópavogi veitir peningaverðlaun til þeirra nemenda sem hafa skarað fram úr í námi eða náð eftirtektarverðum árangri á einhvern hátt. Að þessu sinni fékk Roman Chudov sérstaka viðurkenningu fyrir eftirtektarverðan árangur, en hann hefur búið á íslandi í 7 ár. Þrátt fyrir það kláraði Roman alla stærðfræðiáfanga skólans með einkunn 10, útskrifaðist á réttum tíma með 40 viðbótar einingar og náði glæsilegri meðaleinkunn á stúdentsprófi.
Petra Sif Lárudóttir hlaut viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn á verknámsprófi en hún er útskrifuð úr framreiðslu.
Ágúst Ingi Davíðsson varð dúx skólans í bóknámi með meðaleinkunn 9,19 en hann var nýnemi í fyrsta árganginum sem hóf nám á Afrekssviði MK. Ágúst Ingi er afreksmaður í fimleikum.