Allt hefðbundið bóknám í MK verður í fjarkennslu þessa viku og líklega þá næstu með eftirfarandi undantekningum:
Starfsbraut: Starfar með sama hætti og áður.
Matartækni, matsveinanám, matreiðsla, framreiðsla, bakstur og grunndeild matvæla og ferðagreina:
Nemendur mæta í allar verklegar kennslustundir í skólanum skv. stundatöflu og nánari fyrirmælum frá áfangastjóra um sóttvarnarhólf. Allt almennt bóknám á þessum brautum fer í fjarkennslu.
Að óbreyttu munum við bjóða nýnemum í Læsi upp á staðnám frá og með mánudeginum 12. október. Nánari fyrirmæli verða send út þegar nær dregur helgi. En þessa viku eru nýnemar í læsi í fjarnámi.
Skrifstofa skólans verður opin frá 10 – 12 og 13 – 15
Það má alltaf senda fyrirspurnir á netfang skólans: mk@mk.is
Bókasafn skólans verður lokað en í sérstökum tilfellum má nálgast þjónustu bókasafns og senda beiðni þess efnis á netfangið mk@mk.is
það verður áfram hægt að panta tíma í viðtal hjá náms- og starfsráðgjöfum. Og ég hvet nemendur og foreldra til að vera í góðu sambandi við umsjónarkennara.
Mötuneyti skólans verður áfram lokað.
Það er afar mikilvægt að nemendur sem mæta í skólann safnist hvergi saman á göngum skólans og gangi rakleiðis inn í sína kennslustofu þegar þau mæta í skólann.
Nemendur nota grímur áfram í kennslustundum.