Síðasti kennsludagur vorannar er í dag. Upplestrardagur á morgun og próf hefjast á fimmtudag
Hér eru nokkrir mikilvægir punktar:
- Á göngum hanga uppi nafnalistar með prófstofum. Nemendur ganga beint inn í prófstofu og bíða þar eftir yfirsetumanni.
- Ekki má safnast saman á göngum skólans og nemendur eiga að ganga beint út úr húsi að prófi loknu.
- Í prófstofum verður grímuskylda ef ekki er hægt að virða tveggja metra regluna.
- Góð loftræsting verður í stofum og því gott að vera vel klæddur.
- Óski nemendur eftir að færa lokapróf á sjúkraprófsdag þurfa nemendur að fylla út eyðublað á skrifstofu skólans eða senda tölvupóst fyrir 1. maí á afangastjori.boknam@mk.is
- Þeir nemendur sem þurfa á Talgervli að halda mæta með eigin heyrnartól.
- Muna eftir skriffærum og hjálpargögnum. Af sóttvarnarástæðum er ekki hægt að fá lánað.
- Muna eftir að taka með skilríki með mynd.
- Allir nemendur hafa tvær klukkustundir en prófin eru 90 mínútur.
- Nemendur verða að hafa uppfært LockDown Browser.
- Ef nemandi er veikur á prófdegi þarf að tilkynna veikindi samdægurs á skrifstofu skólans og helst áður en prófið hefst annars missir nemandi sjúkraprófsrétt.