Á vorönn 2022 verður kenndur áfangi á þriðja þrepi sem nefnist Orka. Um er að ræða samstarfsverkefni milli Íslands, Tékklands og Noregs, en áfanginn er einnig kenndur í fjölbrautaskólanum í Numedal í Noregi og menntaskólanum í Teplice í Tékklandi. Nemendur og kennarar í MK og Noregi ferðast til Tékklands og við í MK tökum á móti nemendum og kennurum frá Tékklandi.
Lögð verður áhersla á að nemendur kynnist jafnöldrum frá öðrum löndum, siðum og menningu. Nemendur MK kynna landið, menningu og auðlindir og fá svipaða kynningu frá nemendum í Tékklandi og Noregi. Farið verður í heimsókn á markverða staði í báðum heimsóknunum en jafnframt lögð áhersla á að nemendur heimsæki orkuver (brúnkola-, jarðhita-, kjarnorku-, rafmagns- og vindorkuverum) og kynnist starfsemi þeirra.
Nemendur þjálfast í að nota ensku við ýmsar aðstæður og er enska samskiptamál nemendanna sín á milli. Þeir vinna verkefni um orku og orkuvinnslu í heimsóknum sínum og leggja mat á umhverfisáhrif og sjálfbærni orkuvinnslunnar. Þannig öðlast nemendur færni í að vinna með stærðfræði og eðlisfræði við raunhæfar aðstæður. Notuð verða tölvuforrit og upplýsingar af netinu við úrlausn verkefna. Nemendur bera saman orkuvinnslu í Tékklandi, Noregi og á Íslandi og draga ályktanir af niðurstöðunum.
Nemendur greiða engan kostnað af ferðalögum því áfanginn er styrktur af Iceland, Lichterstein and Norway grants og DZS (DZ Education). Áfanginn er þriggja eininga áfangi.