Rauð viðvörun vegna veðurs - UPPFÆRT

Vegna veðurspár hefur verið ákveðið að fella niður kennslu eftir kl. 13:20 í dag, miðvikudaginn 5. febrúar til að tryggja að nemendur sem ferðast með strætó komist örugglega heim.
Á morgun fimmtudaginn 6. febrúar hefst kennsla kl. 13.25 en þá á veðrið að vera gengið niður. Athugið að enginn hádegismatur verður í skólanum á morgun. Forráðamenn og nemendur eldri en 18 ára meta þó stöðuna hverju sinni og senda inn leyfisbeiðni í gegnum Innu ef á þarf að halda. 

Fréttin hefur verið uppfærð miðað við nýjustu veðurspá.