29. mars munu nemendur og starfsfólk MK kynna fjölbreytt námsframboð og frábæra aðstöðu í MK fyrir 10. bekkingum, forráðamönnum þeirra og öllum sem hafa áhuga á námi í MK. Nemendur í Matvælaskólanum sýna eitt og annað sem þau hafa lært og bjóða gestum upp á smakk. Nemendafélagið kynnir félagslífið í skólanum.
Opið hús er frábær vettvangur til að kynnast námi sem er í boði í MK; nám til stúdentsprófs, iðnnám (bakstur, framreiðsla, kjötiðn, matreiðsla), styttri námsbrautir s.s. matartækni og matsveinanám, meistaranám í iðngreinum og leiðsögunám.
Öll velkomin