Opið hús á starfsbraut

Fimmtudaginn 23. janúar verður opið hús á starfsbraut MK frá klukkan 15:00-16:00. Opna húsið er fyrir nemendur í 10.bekk og forráðamenn/aðra aðstandendur. Á opna húsinu er starfsbrautin kynnt, hægt verður að skoða húsnæði skólans, ræða við starfsfólk brautarinnar og gestum gefst tækifæri til að fá svör við hinum ýmsu spurningum sem kunna að vakna. Hér er hægt að sjá frekari upplýsingar um starfsbraut MK.