Fimmtudaginn 4. nóvember verður í fyrsta skipti keppt í hinni árlegu óáfengu kokteilakeppni MK, þar sem nemendur keppa í því að búa til glæsilega óáfenga kokteila. Keppnin hefst kl. 20:00, en keppendur þurfa að geta mætt 19:30. Dómarar eru bæði fagfólk og áhugafólk um kokteila og verður því gaman að sjá hvaða kokteilar vinna keppnina. En bestu uppskriftir verða mögulega notaðar í kringum viðburði í MK.
Í keppninni er boðið upp á fjölbreytt úrval hráefna sem nemendur nýtt við kokteilgerð. Einnig er boðið upp á grunnskreytingarefni, en allir geta tekið með sér viðbót í skreytingar. Keppt er í tveim flokkum, annars vegar með grunnhráefni og hins vegar sérstaklega í flokki þar sem nemendur mega taka allt að þrjú aukahráefni með sér (ber, sykursýróp eða annað óáfengt hráefni). Nemendur geta tekið þátt í öðrum flokknum eða báðum.
Verðlaun verða fyrir efstu sæti í hvorum flokki, ásamt frumlegasta nafni, faglegustu vinnubrögðum og flottustu skreytinguna.
Keppendur fá 10 mín í undirbúning (hráefni tekið til og skreyting undirbúin) og 10 mín í framkvæmd. Keppendur þurfa að skila tveimur glösum af kokteilum (annað fyrir keppnisborðið og hitt fyrir dómnefnd, glösin þurfa bæði að vera eins). Í viðbót við glösin, þarf kokteilinn að hafa nafn og skila þarf uppskrift.
Hráefni sem nemendur geta valið úr eru: