Föstudaginn 25. ágúst stendur stjórn nemendafélagsins, NMK, fyrir nýnemaferð. Lagt verður af stað með rútum frá MK í síðasta lagi kl. 9:00. Mæting kl. 8:30. Áætluð heimkoma er um kl. 19:00. Gert er ráð fyrir að allir nýnemar mæti í ferðina. Ef einhver, af óviðráðanlegum orsökum, getur ekki mætt í ferðina þarf að tilkynna það sérstaklega til Helene Pedersen, aðstoðarskólameistara, fyrir ferðina.
Í ferðinni verður skipulögð dagskrá undir stjórn NMK þar sem farið verður í hópeflisleiki og fleira. Stjórn NMK hefur umsjón með ferðinni, en auk þeirra verða starfsmenn skólans á staðnum sem munu tryggja að allt fari vel fram.
Boðið verður upp á samlokur í hádegi og pylsur seinnipartinn. Mikilævgt að nemendur taki með sér nasl og vatnsbrúsa. Þar sem dagskráin fer fram utandyra er mælst til að nemendur klæði sig eftir veðri.
Ferðin kostar 4.500 kr. og eru forráðamenn beðnir um að leggja upphæðina inn á reikning 0536-26-4235 kt. 470576-2199 í síðasta lagi miðvikudaginn 23. ágúst. Það er mikilvægt að setja nafn og kennitölu nemandans í skýringu og senda staðfestingu úr heimabanka á netfangið felagslif@mk.is.
Neysla áfengis, tóbaks, rafretta og annarra vímuefna er stranglega bönnuð. Brot á þessum reglum sem og öðrum skólareglum getur varðað brottvísun úr ferðinni. Athugið að nemendur sem ekki mæta í nýnemaferðina þurfa að mæta í skólann á föstudeginum.