Ný vefsíða Menntaskólans í Kópavogi fór í loftið í morgun. Námsframboð í skólanum er afar fjölbreytt og er nýja síðan hönnuð með það í huga. Talsverðar breytingar hafa því verið gerðar á skipulagi síðunnar til að auðvelda aðgang að upplýsingum um allt sem snýr að skólastarfinu.