Nína Ann dúx frá Menntaskólanum í Kópavogi

Hjördís Einarsdóttir aðstoðarskólameistari afhendir Nínu Ann M Guðmundsdóttur viðurkenningar fyrir n…
Hjördís Einarsdóttir aðstoðarskólameistari afhendir Nínu Ann M Guðmundsdóttur viðurkenningar fyrir námsárangur

Útskriftir Menntaskólans í Kópavogi fóru fram 29. maí frá Digraneskirkju. Nemendum var skipt í tvo hópa og voru báðar athafnirnar senda út í beinni útsendingu á netinu. Af verknámsbrautum luku fullnaðarprófi í sinni grein: 21 matreiðslumaður, 10 bakarar, 15 framreiðslumenn og 5 kjötiðnaðarmenn.

Fyrir framúrskarandi árangur á lokaprófi í verklegum greinum fékk Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar kjötiðnaðarmaður sérstök verðlaun.

71 luku stúdentsprófi af bóknámsbrautum. Dúx skólans í bóknámi er Nína Ann M Guðmundsdóttir stúdent af raungreinabraut. Nína hlaut einkunnina tíu 29 sinnum og níu átta sinnum. Meðaleinkunn Nínu er 9,72 sem er þriðja hæsta meðaleinkunn í sögu skólans.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir stúdent af raungreinabraut hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur með meðaleinkunn 9,27. Áslaug var á afrekssviði skólans og á að baki 34 landsleiki í knattspyrnu þar af 2 leik með A landsliði.