Kæru nemendur,
Athugið vel að það þarf að ná 20 skiptum að lágmarki í líkamsræktarstöðvum eða útiíþróttum til að ná íþróttaáföngunum. Ekki stendur til að fækka þessum skiptum vegna covid 19, eins og var gert á síðustu vorönn, þar sem við ætlum í staðinn að meta einstaklingshreyfingu utandyra í október. Í lok október verður framhaldið skoðað.
Nauðsynlegt er að skrá sig og fá staðfestingu frá skólanum áður en hreyfingin hefst í fyrsta skiptið. Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur á heimasíðu skólans á eftirfarandi slóð:
Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu MK undir Útiíþróttir
https://www.mk.is/is/nemendur/kennsla-i-covid/utiithrottir
Vegna vetrarleyfis lýkur skráningu fyrir októbermánuð þann 21. október. Nemendur hafa svo þennan mánuð til að hreyfa sig úti, senda inn staðfestingu á þeirri hreyfingu og fá hana metna upp í íþróttaáfangana.
Ekki er hægt að nota hreyfingu sem átti sér stað fyrir skráningu svo endilega skráið ykkur strax og nýtið tækifærið á meðan veðrið er gott. Vonandi fer covid smitum að fækka, og í kjölfarið líkamsræktarstöðvar að opna aftur, en þangað til ættu allir sem geta að vera duglegir að hreyfa sig úti. Það bætir, hressir, kætir