Námsmatsdagur og vetrarfrí í MK

Á morgun er námsmatsdagur í MK og fellur hefðbundin kennsla niður. Í kjölfar námsmatsdag hefst vetrarfrí skólans og stendur það til 25. febrúar. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 26. febrúar samkvæmt stundaskrá. Skólinn verður lokaður frá 21. – 25. febrúar.

Við mælum með að nemendur slaki á og nýti þessa löngu helgi til að gera eitthvað skemmtilegt og safna orku fyrir framhaldið.