Námsframboð og innritun - kynning

Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína á opið hús hjá okkur síðasta laugardag. Það var virkilega ánægjulegt að hitta áhugasama gesti og kynna fjölbreytt nám og frábæra aðstöðu skólans. Fyrir þá sem komust ekki, eða vilja kynna sér málið betur, fylgir hér kynning sem áfangastjóri var með á opna húsinu. Þar má finna helstu upplýsingar um námsframboð, inntökuskilyrði og innritun.

Við munum bjóða upp á aukakynningu mánudaginn 28. apríl kl. 16:30 og kemur skráningarhlekkur á heimasíðuna fljótlega.

Kynning á námsframboði og innritun